Sunday, December 25, 2011

Jólafrí

Mér finnst jólafríið hafa byrjað í dag því á jóladag er öllu stressi og reddingum lokið. Ég bjó mér til unaðslegan morgunmat til að halda mig aðeins á réttu brautinni eftir þungu máltíðirnar og konfektið. 


Mæli með því að allir skelli í sig eins og einni svona trefja- og næringarbombu yfir hátíðirnar:
Tröllahafrar, chia fræ, kanill og möndlumjólk hrært saman. Eplum, möndlum, kókos og cacao nibs dreift yfir. Ekki myndi skemma að setja fullt af bláberjum líka. Jammí.


Annars notaði ég daginn m.a. í að gera óskalista fyrir komandi ár. Hér kemur listi yfir alla fallegu hlutina sem ég óska mér :)

Mig langar rosalega pantone könnur í nokkrum litum. Held að kaffið muni bragðast betur drukkið úr þessari dásemd. 


Fyrir þá sem ekki vita þá er Pantone alþjóðlegt litakerfi og hvert ár er valinn Pantone litur ársins. Litur ársins 2012 er  appelsínugulur Pantone 17-1463.



Umhverfisvænn brottnámsbolli er eitthvað sem ég hef lengi ætlað að kaupa mér.
Keep cup verður pottþétt fyrir valinu enda rosalega skemmtilegur. Maður raðar einingunum saman sjálfur og býr þannig til sitt eigið persónulega ferðamál. Svo fær maður líka afslátt af kaffi á kaffitár fyrir að vera umhverfisvænn ef maður mætir með ferðamál :)



Pinocchio teppið frá HAY hefur verið á óskalistanum í nokkurn tíma. Nafnið er dregið  af dönskum sykurhúðuðum lakkrískúlum og hver einasta kúla er unnin í höndunum og og svo þrædd upp á band eins og perlur. Teppið er framleitt í Nepal en teppin frá HAY eru öll framleidd í Nepal og Indlandi til þess að stuðla að sjálfbærni og uppbyggingu í upprunalöndunum. 
Teppið fæst í Epal. 




Hér er önnur mynd:



Hunter stígvél mun ég pottþétt kaupa mér árið 2012. Búin að vera á leiðinni að gera það lengi en fæ alltaf valkvíða því mér finnst margir litir fallegir. Ætli ég endi samt ekki með að kaupa svört eins og venjulega.


Svo er planið að eignast svona fallegan púða frá dottir&sonur



Þetta er alveg fullt svo það er eins gott að byrja að spara :)


Friday, December 23, 2011

Wednesday, December 21, 2011

Nýtt

Nýja klukkan mín úr Aurum 



Fallega jólauglan sem Helga systir færði mér frá Ameríku



Myndirnar mínar sem ég keypti í ljósmyndagalleríi á Skólavörðustígnum
 sem ég man ekki hvað heitir.





Lífgar upp á skammdegið :)

Tuesday, December 20, 2011

Uglur finnast mér fallegar...

... og þess vegna er ég sérlega veik fyrir þessu dagatali fyrir 2012  sem er samsett úr myndum af uglum sem maður velur sjálfur og prentar svo út. Ég ætla að gorma mitt dagatal og hengja það upp svo ég geti notið dýrðarinnar allt næsta ár.