Saturday, March 10, 2012

Hella Jongerius fyrir Ikea


Ég skellti mér loksins á einn af þessum. 
Hella Jongerius hannaði þá fyrir Ikea og ég er lengi búin að vera á leiðinni að fjárfesta í einum. Tók þennan bleika og finnst hann æði! Mikið ofboðslega er ég ánægð að ég gerði það í dag því Ikea er að hætta með þá í sölu og þeir munu ekki koma aftur. Þannig að þetta er síðasta tækifæri til að ná sér í þessa fallegu hönnun á  góðu verði! 

Tuesday, January 24, 2012

Mikilvægasta máltíð dagsins

Það er alltaf sagt að morgunmaturinn sé mikilvægasta máltíð dagsins og ég gæti ekki verið meira sammála enda er ég ein af þeim sem kemst ekki út úr húsi án þess að fá mér góðan morgunmat. Hvað er þá betra en að stútfylla stórt glas af nauðsynlegum næringarefnum og byrja daginn með látum! 
Ég er alveg húkt á þessum morgununaði þessa dagana, eða amk hinum ýmsu útfærslum af honum.Möndlumjólk (eða hrís-, hafra- eða sojamjólk), jarðaber, bláber og spínat, chia fræ  (best ef þau eru búin að fá að liggja í bleyti) og 1/2 msk lucuma duft. 

Fyrir þá sem ekki vita þá er lucuma duftið unnið úr lucuma jurtinni frá Perú. Þar er lucuma vinsælt bragðefni í ís því það gefur sætt bragð og mjúka áferð og þess vegna er svo gott að setja það í smoothie. Svo er það líka rosalega ríkt af karótíni og b-vítamíni. 

Það tekur enga stund að henda í einn svona, ég set t.d. chia fræ í bleyti á kvöldin áður en ég fer að sofa og svo á ég spínatið alltaf bara í frystinum. Með því að skella í einn svona á morgnana þá erum við að fá mikið magn af þeim bætiefnum sem við þurfum auk þess sem þetta er rosalega gott fyrir meltinguna. Ég tala nú ekki um núna þegar margir eru að ná sér eftir pestirnar sem eru að ganga.

Mæli með að allir prufi!

Saturday, January 14, 2012

Blúndur

Rakst á þessi fallegu blúnduteppi á einum bloggrúntinum og varð alveg sjúk.


 Þau eru sköpun finnska hönnunarfyrirtækisins Hooked Design og eru hekluð í höndunum úr endurunnu garni. Hönnunin er innblásin af gluggum Notre Dame dómkirkjunnar í París. Það er hægt að sjá það augljóslega hér ef þið skoðið stóra gluggann á myndinni:
Mig dreymir um að eignast eitt svona á rúmið mitt.En þessar elskur eru víst ekki gefins svo það er eins gott að halda áfram að spara!

Monday, January 9, 2012

Busy bee

Helgin mín var æðisleg. Laugardagurinn einkenndist af bakstri, áti og kósýheitum en sunnudagurinn var tekinn með trompi. Ég fór á útsölur, m.a. í Ikea og skoðaði fullt af fallegum hlutum fyrir heimilið. Þessir dagarnir fara allir í hreiðurgerð sem ég kenni ýmist árstímanum um eða “omg-ég-er-að-verða-tuttuguogníu” krísu. Keypti hluti sem mig vantaði og aðra sem mig vantaði minna en langaði í því þeir voru svo dásamlegir.


Eins og þessa karöflu sem var á útsölu í Ikea. Finnst hún svo flott á litinn.

Líka þetta teppi sem er ekkert smá kósý og fallegt. 

Svo kippti ég með mér þessum líka fallega bakka sem ég er búin að ætla að kaupa lengi því ég er, jú, sjúk í allt sem er skreytt með fuglum.Svo alveg óvart, þegar ég fór í Te og kaffi til að kaupa mér kaffibolla, þá keypti ég þessa rosalega krúttlegu tedós sem sæmir sér vel í eldhúshillunni minni núna.

Ég endaði síðan daginn með því að baka þetta glæsilega bananabrauð sem ég skutlaði að sjálfsögðu á nýja fuglabakkann minn. Uppskriftin er af CafeSigrun.com og hún er algjör snilld því brauðið er mjög gott og þar sem það er agalega hollt líka er það frábært til að taka með sér í vinnuna og senda krakka með í skólann.
Á næstu dögum er ég síðan að fara að taka svefnherbergið mitt í gegn og það verður í það minnsta athyglisvert að sjá hvernig það kemur út. Skelli inn fyrir og eftir myndum síðar... ef það verður ekki algjört flopp!


Sunday, December 25, 2011

Jólafrí

Mér finnst jólafríið hafa byrjað í dag því á jóladag er öllu stressi og reddingum lokið. Ég bjó mér til unaðslegan morgunmat til að halda mig aðeins á réttu brautinni eftir þungu máltíðirnar og konfektið. 


Mæli með því að allir skelli í sig eins og einni svona trefja- og næringarbombu yfir hátíðirnar:
Tröllahafrar, chia fræ, kanill og möndlumjólk hrært saman. Eplum, möndlum, kókos og cacao nibs dreift yfir. Ekki myndi skemma að setja fullt af bláberjum líka. Jammí.


Annars notaði ég daginn m.a. í að gera óskalista fyrir komandi ár. Hér kemur listi yfir alla fallegu hlutina sem ég óska mér :)

Mig langar rosalega pantone könnur í nokkrum litum. Held að kaffið muni bragðast betur drukkið úr þessari dásemd. 


Fyrir þá sem ekki vita þá er Pantone alþjóðlegt litakerfi og hvert ár er valinn Pantone litur ársins. Litur ársins 2012 er  appelsínugulur Pantone 17-1463.Umhverfisvænn brottnámsbolli er eitthvað sem ég hef lengi ætlað að kaupa mér.
Keep cup verður pottþétt fyrir valinu enda rosalega skemmtilegur. Maður raðar einingunum saman sjálfur og býr þannig til sitt eigið persónulega ferðamál. Svo fær maður líka afslátt af kaffi á kaffitár fyrir að vera umhverfisvænn ef maður mætir með ferðamál :)Pinocchio teppið frá HAY hefur verið á óskalistanum í nokkurn tíma. Nafnið er dregið  af dönskum sykurhúðuðum lakkrískúlum og hver einasta kúla er unnin í höndunum og og svo þrædd upp á band eins og perlur. Teppið er framleitt í Nepal en teppin frá HAY eru öll framleidd í Nepal og Indlandi til þess að stuðla að sjálfbærni og uppbyggingu í upprunalöndunum. 
Teppið fæst í Epal. 
Hér er önnur mynd:Hunter stígvél mun ég pottþétt kaupa mér árið 2012. Búin að vera á leiðinni að gera það lengi en fæ alltaf valkvíða því mér finnst margir litir fallegir. Ætli ég endi samt ekki með að kaupa svört eins og venjulega.


Svo er planið að eignast svona fallegan púða frá dottir&sonurÞetta er alveg fullt svo það er eins gott að byrja að spara :)


Friday, December 23, 2011