Monday, January 9, 2012

Busy bee

Helgin mín var æðisleg. Laugardagurinn einkenndist af bakstri, áti og kósýheitum en sunnudagurinn var tekinn með trompi. Ég fór á útsölur, m.a. í Ikea og skoðaði fullt af fallegum hlutum fyrir heimilið. Þessir dagarnir fara allir í hreiðurgerð sem ég kenni ýmist árstímanum um eða “omg-ég-er-að-verða-tuttuguogníu” krísu. Keypti hluti sem mig vantaði og aðra sem mig vantaði minna en langaði í því þeir voru svo dásamlegir.


Eins og þessa karöflu sem var á útsölu í Ikea. Finnst hún svo flott á litinn.





Líka þetta teppi sem er ekkert smá kósý og fallegt. 





Svo kippti ég með mér þessum líka fallega bakka sem ég er búin að ætla að kaupa lengi því ég er, jú, sjúk í allt sem er skreytt með fuglum.



Svo alveg óvart, þegar ég fór í Te og kaffi til að kaupa mér kaffibolla, þá keypti ég þessa rosalega krúttlegu tedós sem sæmir sér vel í eldhúshillunni minni núna.





Ég endaði síðan daginn með því að baka þetta glæsilega bananabrauð sem ég skutlaði að sjálfsögðu á nýja fuglabakkann minn. Uppskriftin er af CafeSigrun.com og hún er algjör snilld því brauðið er mjög gott og þar sem það er agalega hollt líka er það frábært til að taka með sér í vinnuna og senda krakka með í skólann.




Á næstu dögum er ég síðan að fara að taka svefnherbergið mitt í gegn og það verður í það minnsta athyglisvert að sjá hvernig það kemur út. Skelli inn fyrir og eftir myndum síðar... ef það verður ekki algjört flopp!


1 comment: