Tuesday, January 24, 2012

Mikilvægasta máltíð dagsins

Það er alltaf sagt að morgunmaturinn sé mikilvægasta máltíð dagsins og ég gæti ekki verið meira sammála enda er ég ein af þeim sem kemst ekki út úr húsi án þess að fá mér góðan morgunmat. Hvað er þá betra en að stútfylla stórt glas af nauðsynlegum næringarefnum og byrja daginn með látum! 
Ég er alveg húkt á þessum morgununaði þessa dagana, eða amk hinum ýmsu útfærslum af honum.



Möndlumjólk (eða hrís-, hafra- eða sojamjólk), jarðaber, bláber og spínat, chia fræ  (best ef þau eru búin að fá að liggja í bleyti) og 1/2 msk lucuma duft. 

Fyrir þá sem ekki vita þá er lucuma duftið unnið úr lucuma jurtinni frá Perú. Þar er lucuma vinsælt bragðefni í ís því það gefur sætt bragð og mjúka áferð og þess vegna er svo gott að setja það í smoothie. Svo er það líka rosalega ríkt af karótíni og b-vítamíni. 

Það tekur enga stund að henda í einn svona, ég set t.d. chia fræ í bleyti á kvöldin áður en ég fer að sofa og svo á ég spínatið alltaf bara í frystinum. Með því að skella í einn svona á morgnana þá erum við að fá mikið magn af þeim bætiefnum sem við þurfum auk þess sem þetta er rosalega gott fyrir meltinguna. Ég tala nú ekki um núna þegar margir eru að ná sér eftir pestirnar sem eru að ganga.

Mæli með að allir prufi!

No comments:

Post a Comment