Saturday, January 14, 2012

Blúndur

Rakst á þessi fallegu blúnduteppi á einum bloggrúntinum og varð alveg sjúk.






 Þau eru sköpun finnska hönnunarfyrirtækisins Hooked Design og eru hekluð í höndunum úr endurunnu garni. Hönnunin er innblásin af gluggum Notre Dame dómkirkjunnar í París. Það er hægt að sjá það augljóslega hér ef þið skoðið stóra gluggann á myndinni:




Mig dreymir um að eignast eitt svona á rúmið mitt.



En þessar elskur eru víst ekki gefins svo það er eins gott að halda áfram að spara!

6 comments:

  1. Krúttið mitt! Þú hefur svo gott auga fyrir fegurð :) xx
    Frida

    ReplyDelete
  2. Mmmm.... Svo fínt! Ein af leynilegum ástæðum þess að ég fór í lögfræði var til þess að geta með góðri samvisku réttlætt kaup á fallegum hlutum sem eiga það til að hafa verðmiða í takt við fínheitin ;)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hahah.. sama hér! Er með langan óskalista sem verður bara lengri eftir því sem dagarnir líða. Eins gott að fara að drífa sig að útskrifast :)

      Delete
  3. ...eða taka upp heklunálina og taka þinn snúning á þetta! Verður kannski ekki alveg Notre Dame en fallegt :)
    Gaman að sjá þetta hjá þér
    kv Marín

    ReplyDelete
    Replies
    1. Já það er aldrei að vita :) Var einmitt að skoða heklnámskeið sem eru að byrja á næstu misserum!

      Delete